Hér höfum við safnað saman nokkrum þeim fyrirspurnum sem okkur hafa borist frá viðskiptavinum okkar í gegnum tíðina.

Ef þér vantar upplýsingar um pólýhúðun eða aðra þjónustu Pólýhúðun Akureyri er þér velkomið að hafa samband við okkur í síma: 462-6600 eða í gegnum tölvupóstfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Hvað kostar að húða "X" hlut?

Ef hluturinn sem á við er ekki á verðskránni þá er best að hafa samband við okkur með mál og hugmynd um lit. Einnig er líka hægt að renna við og getum við þá gefið þér upp verðhugmynd.

Hvað má pólýhúða?

Nánast alla leiðandi málma sem haldið geta rafhleðslu og þolað hitann við bökun húðarinnar.
Einnig er hægt að húða óhert gler, og suma leirmuni.

Hvaða liti bjóðið þið upp á?

Við pólýhúðun er notast við RAL litakerfið og getum við boðið upp á nánast alla liti úr því kerfi, við eigum líka á lager margskonar sanseraða liti, glimmer, gegnsæja liti og krómáferð.

Hvernig áferð get ég fengið?

Hægt er að fá spegilsléttum fleti yfir í krókódílaskinn, æðaáferð og krumpaða áferð. Einnig er hægt að fá marga liti í allt frá möttu og upp í háglans.

Hvað sérlausnir eru í boði hjá ykkur?

Pólýhúðun er veröld sérlausna, þar á meðal má nefna:
Anti-graffiti: auðveldar hreinsun á úðuðum "listaverkum"
Anti-microbial: bakteríuverjandi áferð hentug fyrir almenningsstaði.
Endurskin: Hentugt fyrir þá sem vilja sjást í myrkrinu.
Háhitaþolin: Þolir hita umfram bökunarhita.

Hvað með skrúfgöt, boltagöt og aðra staði sem ég vill ekki húðun á?

Hjá okkur eru til ógrynni af boltum, sílikontöppum og hitaþolnu límbandi sem við notum til þess að koma í veg fyrir að það sem á ekki að húðast muni ekki húðast.

Borgar sig eitthvað að húða yfir galvaniseringu?

Það getur svo sannarlega gert það pólýhúðun auðveldar þrif, gefur þér möguleika á litaúrvali og getur lengt líftíma þess sem húða er.

Kostar meira að láta pólýhúða en að sprauta?

Þegar um kostnað er að ræða þarf að skoða það í hverju tilviki fyrir sig og hugsa út frá þörfum og kröfum viðskiptavinarins.

Hvað má það sem ég vil láta húða vera stórt?

Oftast er best að skoða þetta í hverju tilviki fyrir sig en ef hluturinn er undir rúmetra á stærð þá ætti það ekki að vera mál. Af hlutum í yfirstærð sem við höfum húðað má nefna fánastangir, ljósastaura, strætóskýli og kerrugrind. Og ef farið er í hina áttina þá höfum við húðað hausa á skrúfum og nöglum.

Hvað er langur afgreiðslutími hjá ykkur?

Afgreiðslutími er háður verkefnastöðu en oftast reynum við að skila af okkur einstaklingsverkefni innan tveggja vikna. Ef um fyrirtækjaverkefni er að ræða er samið um afgreiðslutíma að hverju sinni.

Þolir pólýhúðun ágang veðurs og vinda?

Af gefinni reynslu má segja að pólýhúðun þolir ýmislegt, hvort sem það er vatnságangur, sólargeislar eða sjór. Er þetta þó bundið því með hvaða efni er húðað hverju sinni.

Þarf það sem ég kem með að vera ryðlaust og tandurhreint?

Ekkert endilega, við erum með sandblástur og erum líka vel vopnaðir sápu- og hreinsiefnum.

Ábyrgist þið vinnu ykkar?

Að sjálfsögðu, við viljum ekkert meira en ánægða viðskiptavini og ef einhver óánægja er með okkar verk, þá er um að gera að hafa samband eða líta við.

Get ég komið til ykkar ef ég þarf bara að láta sandblása?

Að sjálfsögðu, við hjá Pólýhúðun Akureyri bjóðum upp á fínkorna sandblástur og glerblástur.

Getið þið húðað krómfelgur?

Ef um krómhúðaðar stálfelgur er að ræða þá já, en ef um krómhúðaðar álfelgur er að ræða þá er best að koma með þær svo við getum metið þær, af gefinni reynslu höfum við séð að krómhúðun á álfelgum er ekki að virka sem skyldi og þarf því að vinna þetta miðað við hvert tilvik fyrir sig.

Má pólýhúða matarílát og áhöld í mat?

Já, við eigum á lager efni sem hentar einmitt í þetta, en eigum það þó bara í einum lit, hvítum.

Pólýhúðun Akureyri ehf | Draupnisgötu 7m | 462-6600 | polyak@simnet.is